Holle Baby Food GmbH

Holle baby food er svissneskt fyrirtæki og hefur framleitt lífrænan barnamat frá árinu 1930. Allar Holle vörurnar eru framleiddar úr lífrænu og/eða biodynamísku(Demeter) hráefni. Frá upphafi hefur Holle fjarlægt öll gerviefni og rotvarnarefni úr hráefninu – án undantekninga.  Þetta ferli gerir Holle eitt af fyrstu og elstu fyrirtækjunum á heimsvísu sem framleiðir 100% lífrænan barnamat.

Framleiðslan á ungbarnamjólkinni og allri kornvöru á sér stað í Þýskalandi.  Barnakrukkurnar eru framleiddar í Sviss. Framleiðslusvæði okkar fylgja nýjustu straumum og stefnum og gæðastöðlum (ISO).  Þessir staðlar eru innleiddir í upphafi undirbúnings á formúlunum og kornfæðunni, þar sem hráefnið kemur upphaflega frá lífrænt vottuðum, þýskum bóndabýlum, sem er svo stjórnað af bændum sem hafa lífræna og/eða biodynamíska(demeter) vottun. Kornin þroskast og vaxa í lífrænum jarðvegi sem er laus við öll eiturefni.

Holle selur sínar vörur til 36 landa út um allan heim og býður mikið úrval af lífrænum gæðabarnamat, frá fæðingu til þriggja ára aldurs.

Áhersla okkar er ávallt að bjóða barninu það allra besta sem völ er á, með fullu tilliti fyrir heilsu manna, velferð dýra og jörðinni í heild sinni – þ.e.a.s. náttúrulega leiðin til þess að hjálpa barninu að þroskast og dafna.

Hægt er fara inn í íslenska vefsíðu Holle með því að smella hér.