Lífrænn lífsstíll
Icepharma kaupir Yggdrasil
Gengið hefur verið frá kaupum Icepharma hf. á öllu hlutafé í Yggdrasil ehf. Seljendur eru Auður I fagfjárfestasjóður og Eignarhaldsfélagið Lifandi ehf. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Yggdrasill ehf. var stofnað árið 1986 og er leiðandi heildsölufyrirtæki í innflutningi og sölu á lífrænum vörum og heilsuvörum. Helstu vörumerki félagsins eru NOW fæðubótarefni, matvörur undir merki Himneskrar Hollustu, Isola jurtamjólk, Nakd hrábarir m.m.
Allos smyrjur
Ert þú búin að prófa Allos grænmetissmyrjurnar?
Frábærar og bragðgóðar smyrjur sem eru fullkomnar til þess að setja á brauð og kex.
- Smyrjurnar innihalda allt að 70% grænmeti
- Smyrjurnar innihalda allt að hámarki 20% fitu.
- Vegan
- Glútenfrítt
Smyrjarnar fást m.a. í Nettó, Fjarðarkaupum, Gló Fákafeni og Brauðhúsinu Grímsbæ
Sjúklega góð súkkulaði döðlukaka!
Súkkulaði kaka sem má ekki fara fram hjá þér :) Hún er ekki bara ljúffeng heldur einnig án viðbætts sykurs!
Uppskrift
200 g 75% súkkulaði frá Naturata
130 g döðlur frá Himneskri Hollustu
180 g kaldpressuð kókosolía frá Himneskri Hollustu
30 g kókoshveiti frá Dr. Goerg
4 hamingjusöm egg
1/2 tsk vanilla
1/2 sjávarsalt
Heilsukvöld Ásdísar grasalæknis á Akureyri
Nettó býður Akureyringum og nágrönnum á heilsukvöld Ásdísar grasalæknis í Nettó á Akureyri!
Fullt af spennandi fróðleik, ljúffengt smakk og allir þátttakendur fá hefti með upplýsingum og uppskriftum heim.
Þátttakan er ókeypis í boði Nettó en skráðu þig strax hér
Fræðslan hefst kl 19:30 og er u.þ.b 60 mínótur - eftir það gefst tími til fyrirspurna og spjalls
Viltu vinna ljúffengan Clipper pakka?
Það eina sem þú þarft að gera er að bjóða vin að líka við Clipper á Facebook og segja okkur frá í comment hvaða Clipper te er þitt uppáhald!
Clipper á Facebook hér
Er þú ekki örugglega að taka inn Omega-3?
Heilsu&lífstílsdagar Nettó 25% af allri heilsuvöru
Ef þið hafið ekki nú þegar lesið bæklinginn sem Nettó gaf út þá þá getið þið nálgast hann hérna
Lokadagarnir eru núna um helgina. 25% afsláttur af öllum heilsuvörum.
Holle skvísurnar loksins komnar!
Holle skvísurnar innihalda aðeins hreina ávexti. Hægt er að velja á milli 6 mismunandi tegunda, hver annarri ljúffengari. Skvísurnar eru tilvalið millimál í erli dagsins.
Nýtt! Barleans olíur sem bragðast eins og besti þeytingur.
Barlean´s olíublöndurnar (swirl) eru hágæða olíur til inntöku sem henta allri fjölskyldunni.
Nú þarf enginn að gleypa risa hylki eða kúgast yfir bragðinu. Í Barleans línunni færðu breitt úrval af hágæða, kaldpressuðum hörfræ-, fisk- og 3-6-9 olíum sem bragðast eins og besti þeytingur og tryggir þér um leið skammt af Omega-3.
Lagersala Yggdrasils 20-23 nóvember
50-70% afsláttur af heildsöluverði -
ALLT Á AÐ SELJAST! Í NÆSTU VIKU....
Við viljum bjóða alla velkomna á lagersöluna okkar að Suðurhraun 12b. V
Fimmtudaginn 20. nóvember frá 15:00 – 19:00
Föstudaginn 21. nóvember frá 15:00- 19:00
Laugardaginn 22. nóvember frá 11:00 – 17:00
Sunnudaginn 23. nóvember frá 11:00 – 17:00
Lífrænar matvörur, fæðubótarefni, snyrtivörur, hreinlætisvörur og margt fleira sem hentar fullkomlega í jólapakkann!
Spelt-sykurlaust kryddbrauð
Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir Crossfitt-ari með meiru deilir með okkur frábærum sykurlausum uppskriftum. Þið getið fylgst með henni hérna.
Þriðjudags dásemdin hennar er sykurlaust kryddbrauð.
Uppskrift.
Dásamlegt augnkrem fyrir þurr og bólgin augun
NOW olíurnar eru frábærar til að búa til þínar eigin snyrtivörur. Þær eru 100% náttúrulegar og innihalda engin kemísk litar- eða rotvarnarefni. Gyða Dröfn lífstíls bloggari deildi með okkur uppskrift af augnkremi sem hún býr til, en það inniheldur tvær af olíunum frá NOW solutions. E- olíuna, ilmkjarnaolíuna Peaceful Sleap og kókoshnetuolíu. Uppskriftina finnið þið hér
Góða helgi og njótið þess að vera frábær :)
Dásamleg frönsk súkkulaðikaka
Vantar þig pottþéttan eftirrétt sem allir falla fyrir þegar þú býður saumaklúbbnum í boð? Franska súkkulaðikakan, bökuð úr dásamlegum vörum frá Himneskri Hollustu klikkar aldrei.
Súkkulaðiþeytingur - án sykurs!
Bragðgóður, einfaldur og saðsamur súkkulaðiþeytingur frá Karen Lind bloggara á Trendnet.is
Upplýsingar um ilmkjarnaolíur og virkni þeirra
NOW framleiðir frábærar, hágæða og 100% náttúrulegar og margar hverjar lífrænar ilmkjarnaolíur sem er frábært til að nota til ýmissa nota.
Heilsubætandi krydd
Hvernig getum við bætt heilsuna með því einu að krydda aðeins matinn okkar? Krydd eru svo miklu meira en bara bragð.
Extra jómfrúar ólífuolía frá Himneskri Hollustu
Lífræna ólífuolían frá Himneskri Hollustu má nota til inntöku og til að matreiða ljúffengan mat.
Himneskur og hollur morgungrautur
Dásamlegt upphaf á góðum degi!
Hafragrautur með rúsínum, heslihnetum, kanil, kókoshnetuolíu og ferskum ávöxtum.
Eplaskífur og hnetusmjör - besti millibitinn
Hefur þú prófað að skera epli í skífur og smyrja þær með lífrænu, sykurlausu hnetusmjöri eða möndlusmjöri frá Monki?
Marys Gone Crackers
Marys Gone Crackers framleiðir glútenlausar vörur sem allar hafa það sameiginlegt að bragðast einstaklega vel. Vörulínan samanstendur af þremur tegundum af hrökkþynnum, salt pretzel snakki og engiferkökum.
Bai5 - ertu ekki örugglega búin að smakka?
Bai5 drykkirnir er nýjung á íslenskum markaði og hafa slegið í gegn síðan þeir voru kynntir fyrst til leiks í ágúst. Það sem gerir Bai5 svona sérstaka er að þeir eru einstaklega svalandi drykkir, bragðast frábærlega, innihalda aðeins 5 kaloríur í skammti, innihalda engan sykur og innihalda engin kemísk bragð- né litarefni.
Mamma Chia grautar
Mamma Chia hefur fengið frábærar viðtökur og er án efa mjög spennandi nýjung á markaði og eru ljúffengir og afar hentugir chia gautar stútfullir af næringu fyrir unga sem aldna.
Allos hrábarir
Allos hrábarirnir eru fullir af orku. Í þeim er blanda af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og hunangi. Þeir eru því bragðgóður og hollur millibiti sem auðvelt er að grípa með sér á ferð. Fást með epla og valhnetu-, mangó-, bláberja- og ananasbragði.
Sírópsvöfflur frá Molenaartje
Sírópsvöfflurnar frá Molenaartje hafa algjörlega slegið í gegn! Sírópsvöfflunum má nánast líkja við nammi og því ekki nema furða að krakkar hreinlega elski þessar vöfflur. Vöfflurnar koma með hunangs-, heslihnetu- og venjulegu bragði og eru ýmist tvær eða fjórar í hverjum pakka. Þær eru hreint út sagt frábærar með kaffinu. Þið verðið bara að smakka!
Carobella Kókosbar frá Molenaartje
Hefur þér hlotist sá heiður að bragða af þessum yndislega kókosbar þöktum hágæða súkkulaði? Ef ekki, þá mælum við með að þú fáir þér einn bar fyrir helgina og njótir hans í botn! Kókosbarinn er þéttur og hver biti því fullkominn.
Spelt rúsínu- og berjakex frá Molenaartje
Spelt rúsínu- og berjakexin frá Molenaartje eru einstaklega bragðgóð! Speltkexin eru tilvalin fyrir þá sem eru á hraðferð, þar sem pakkningarnar eru fyrirferðalitlar og komast auðveldlega fyrir í veskinu eða hanskahólfinu!
Golden flax seeds frá NOW
Hörfræmjölið frá NOW er:
- Lífrænt
- Inniheldur heilsusamlegar fitusýrur
- Inniheldur mikið magn af trefjum
- Kaldunnið til að varðveita gæði
- Hentar grænmetisætum
Fruit & Greens grænfóður frá NOW
- Súperfæðublanda úr ávöxtum og grænmeti
- Inniheldur 37 einstaklega næringarrík matvæli
- Basísk fæða
- Með berjabragði
- Glútenlaust
- Hentar grænmetisætum
Kókoshveitið frá Dr. Goerg
Kókoshveitið frá Dr. Goerg
Kókoshveitið frá Dr. Goerg er frábært fyrir þá sem vilja baka eða nota glútenlaust, eða jafnvel kornlaust mjöl í bakstur og matargerð. Kókoshveitið er gríðarlega vinsælt hjá þeim sem aðhyllast t.d lág kolvetna lífstílinn, frumbyggja- eða glútenlaust mataræði.
Möndlumjöl og Husk trefjar frá NOW
Möndlumjölið frá NOW
Möndlumjöl má nota í stað hveitis í nánast hvaða uppskrift sem er. Möndlumjölið er 100% hreint, óbleikt, glútenlaust og lágt í kolvetnum sem gerir það hollt, bragðgott og frábæran staðgengil hveitis. Möndlumjölið gefur skemmtilega áferð sem og lit í baksturinn. Ef nota skal möndlumjöl sem staðgengil hveitis er mælt með að nota svipað magn, en gott er að minnka magn vökva.
HUSK trefjar frá NOW
Erythritol frá NOW
Erythritol er frábær staðgengill sykurs. Erythritol er náttúrulegur sykuralkahóli sem kemur frá maís og finnst í litlu magni í fjölda plantna, ávöxtum og sveppum. Erythritol er 60-70% jafn sætt og hvítur sykur, en kostur þess er sá að það inniheldur nánast engar kaloríur, það hefur engin áhrif á blóðsykur, veldur ekki tannskemmdum og líkaminn nýtir aðeins hluta erythritolsins og losar sig við restina. Frásog Erythritols á að mestu leyti stað í smáþörmum og þ.a.l. hefur það lítil áhrif á meltinguna eins og flest önnur náttúruleg sætuefni.
Gjafakörfur JóL 2012
Við bjóðum fallegar og veglegar gjafakörfur á heildsöluverði. Gjafakörfurnar eru upplagaðar sem hvers konar tækifærisgjöf í desember. Tökum á móti pöntunum í síma síma: 544-4270 og á pantanir@yggdrasill.is.
Argan olían uppseld á mettíma!
Ekkert lát er á vinsældum Argan olíunnar frá NOW en sendingin sem kom til landsins seldist upp á örskömmum tíma. Það er ljóst að íslenskar konur kunna vel að meta fegurðarleyndarmál morokkóskra kvenna.
Engifer bjór í partýið
Blandaður í sterkan drykk eða drukkinn einn og sér. Sumir kalla hann "óléttu-bjórinn".
Þeir sem hafa leitað að bragðgóðum óáfengum partýdrykk en ekki haft árangur sem erfiði geta fagnað því til landsins er kominn óáfengur lífrænn engiferbjór frá Naturfrisk í Danmörku sem framleiðir einnig hið geysivinsæla Naturfrisk engiferöl, appelsínugos, bitter lemon og aðra ljúffenga drykki. Bjórinn er bruggaður úr fyrsta flokks lífrænum hráefnum og inniheldur mikið magn af engiferi og passar vel einn og sér eða jafnvel sem bland í góðan kokteil.
Að nota ilmkjarnaolíur sér til heilsubótar
Það er engin vafi á því að hreinar og lífrænar ilmkjarnaolíur eru bæði virkar og góðar til notkunar við hinum ýmsu kvillum.
Hreinar og lífrænar ilmkjarnaolíur m.a
Lífrænt er hollara
Lífrænt ræktað grænmeti er hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti, samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum. Frá þessu greindi BBC.
Niðurstöðurnar stangast á við núverandi stefnu breska Matvælaeftirlitsins (Food Standards Agency), sem kveður á um að engar vísbendingar séu um að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en annað.
mbl.is sagði frá.
10 Ástæður að segja nei við genabreyttum mat
Nú þegar matarverð fer hríðhækkandi, ekki bara hjá okkur heldur einnig hjá hinum hungruðu og fátæku í vanþróuðu ríkjunum þá er enn og aftur verið að ýta áfram genabreyttum mat sem lausn á að fæða heiminn.
Veldu grænu leiðina allt árið um kring
Það vefst eflaust fyrir mörgum hvernig þeir eigi að taka fyrsta skrefið í átt að grænni og lífrænni lífsstíl, en ótrúlegt en satt þá er það í raun sáraeinfalt. Það leikur enginn vafi á því að þegar þú stígur þín fyrstu skref í átt að grænna líferni þá skilar það sér margfalt til samfélagsins og lífsgæði þín munu aukast.