Hafragrautur

1 dl
Hafraflögur frá Himneskri Hollustu
2 1/2-3 dl
Vatn eða mjólk að eigin vali

Setjið þetta tvennt saman í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið í á meðan. Slökkvið undir pottinum um leið og suðan er komin upp, hrærið áfram og bætið við meira vatni eða meiri mjólk ef ykkur finnst þurfa. Setjið svo út á grautinn ykkar það sem ykkur finnst gott. Þið megið auðvitað láta hann malla í nokkrar mínútur í viðbót ef þið viljið hafa hann mýkri og meira eldaðan. Það er algjört smekksatriði.

Gott að setja út á:
-Mjólk (t.s. möndlumjólk eða rísmjólk)

-Kókosolíu(kaldpressaða) frá Himneskri Hollustu

-Kókosmjöl og/eða kókosflögur frá Himneskri Hollustu

-Möndlur (gott að saxa þær fyrst) frá Himneskri Hollustu

-Fræblanda frá Himneskri Hollustu
-Rúsínur frá Himneskri Hollustu

-Múslí frá Himneskri Hollustu

-Ögn af lífrænu hunangi/agave/hrásykri frá Himneskri Hollustu