Grillaður kjúklingur með sítrónu- og basilólífuolíu

2
Kjúklingabringur
1-2 msk
Sítrónuólífuolía frá Himneskri Hollustu
1-2 msk
Basilólífuolía frá Himneskri Hollustu
1 tsk
Hunang lífrænt frá Himneskri Hollustu
2-3
Hvítlauksrif pressuð
1-2 msk
Sítrónusafi eða límónusafi
Sjávarsalt og pipar eftir smekk

Best finnst mér að blanda marineringunni saman í glas/krukku.
Setjið svo kjúklingabringurnar í poka, hellið marineringunni yfir og nuddið öllu vel saman. Látið bíða í um 1-2 klst. á stofuborði.
Hitið grillið vel, lækkið svo hitann og grillið kjúklingabringurnar í um 20-25 mínútur og snúið þeim við a.m.k. 3 sinnum á meðan þær grillast.