Gildi Yggdrasils

Yggdrasill er heildsala sem er frumkvöðullinn og flytur inn, dreifir og kynnir lífrænar vörur af ástríðu

Við hjá Yggdrasil heildsölu vitum að lífrænt er framtíðin. Til að það verði að veruleika er mikilvægt að við stillum saman strengi okkar og höfum sömu grunngildi að leiðarljósi í okkar daglega starfi.

HEILBRIGÐI

Tilgangurinn með starfsemi okkar er að auka heilbrigði fólks og náttúrunnar. Við róum að því öllum árum að dreifa eingöngu vörum úr góðum hráefnum sem stuðla að góðri heilsu og vellíðan.

HEILINDI

Við höfum heilindi að leiðarljósi í öllu sem við gerum - bæði í samskiptum og við ákvarðanatöku. Við stjórnumst af langtímaárangri en ekki skammtímagróða. Við erum í þessu af heilum hug og ásetjum okkur að vaxa og dafna með því að starfa af heilindum.

HAGSÝNI

Við sýnum hagsýni í starfi okkar. Leggjum áherslu á að nota og henda rétt - hámarka nýtni og lágmarka sóun. Leitum stöðugt að umhverfisvænni leiðum. Með árangursríkum samskiptum, vönduðum undirbúningi og góðri skipulagningu lágmörkum við óþarfa kostnað.

Verkefnið okkar

Stuðla að góðri heilsu og vellíðanauka sjálfbærni og skapa verðmæti.

Hvetja til siðrænnar neyslu og sjálfbærrar þróunar til að geta skilað jörðinni til komandi kynslóða í betra ástandi en hún er í dag.

Loforðið okkar

Yggdrasill heildsala dreifir lífrænum vörum frá traustum framleiðendum, ásamt vörum úr góðum hráefnum, án óæskilegra fyllingar- og aukefna.