Fínmalað Spelt, Grófmalað Spelt, Heilhveiti

Fínmalað Spet: Hágæða ítalskt spelt sem er tilvalið í allan bakstur þar sem notast er við fínmalað mjöl. Til að auka næringargildi er upplagt að blanda til helminga við grófmalað spelt. Margir sem þola illa glúten eða hveiti geta notað spelt og telja það fara betur í maga.

Grófmalað Spelt: Hágæða ítalskt spelt sem er tilvalið í brauðin, pizzuna og annan bakstur. Grófmalað spelt er trefjaríkt og inniheldur mörg mikilvæg steinefni og vítamín. Margir sem þola illa glúten eða hveiti geta notað spelt og telja það fara betur í maga.

Heilhveiti: Næringarríkt og bragðgott í brauðið og annan bakstur. Inniheldur alla hluta kornsins. Klíðið og kímið innihalda mest af næringarefnum en fræhvítan fyrst og fremst sterkju og prótein en hún er uppistaðan í hvítu hveiti."